| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Magnús Sigurðsson kom að bæ í Skagafirði og hitti húsfreyju að máli. Hún var talin sæmdarkona en að þessu sinni bauð hún ekki Magnúsi inn eða veitti honum beina. Magnús Björnsson á Syðra-Hóli á Skagaströnd segir í bók sinni ?Feðraspor og fjörusprek? að Gísli Benediktsson, frændi Magnúsar, hafi gert fyrripartinn en Magnús Sigurðsson aðeins botninn. Vísan sé gerð um húskonu sem var á Heiði, Ásdísi að nafni. Hún hélt til á upphækkuðum palli í baðstofu og kom illa saman við þá frændur.

Skýringar

Yfir mænir mannhringinn
mikið væna drottningin.
Mjög er kæn og margskiptin
mælir í spæni góðverkin.