| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Þér er eflaust alltaf kallt
en engu þarftu að kvíða.
Þér mun hitna þúsundfalt
þegar tímar líða.

Þú átt vissa, vinur minn
von á hita góðum,
því enn þá leggur Andskotinn
að í vítishlóðum.

Mér er sagt að ógnareld
ættli hann þér að gera.
Dýrt var sagan ekki seld,
en sönn mun hún þó vera.

Allir fá sín ævilaun
er þeir flytja héðan.
Bíttu á jaxlinn, blástu í kaun
og berðu þér á meðan.