| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Við gengum síðkvölds saman
í svölum vestanblæ.
Á firðinum lá þá fleyið
sem flutti þig yfir sæ.

Ferðbúið lá þá fleyið
og fara kvaðst þú burt
þangað sem aldrei, aldrei
yrði til þín spurt.

Ég hlustaði á þig hljóður
og hugsaði um liðið ár
og þerraði hægri hendi
af hvörmum mínum tár.

Ekki var það nú ástin
eða harmurinn sár
heldur kvefið og kuldinn
sem kallaði fram það tár.