| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Man ég vorin mild og hýr.
Margt var spor við ær og kýr.
Knappt var skorinn kostur rýr.
Kvaldi horinn menn og dýr.

Í sumars hlýju margur má
marka, rýja, vinna á.
Smala, stía, færa frá,
flytja, kvíja, sitja hjá.

Haustið löngum hugann dró
heyjaföng og matar nóg.
Þá með söng á söðuljó
sig í göngur smalinn bjó.