| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Fyrir snilli huga og handa

Bls.Kristinn Ólafsson Minningaþættir
Fyrir snilli huga og handa
heyrist milli fjarstu stranda.
orustukliður, hörpuhljómur,
hafsins niður, barnsins rómur.

Þótt bíði ég kyrr á blettinum
ég bregð mér til annara landa
og hinu megin á hnettinum
heyri ég flugu anda.

Leggðu við eyra litla þjóð,
London og Moskva talar.
Hitler þrumar af megin móð
og Mussolini galar.

Heyrir þú ekki hver á sök.
Himninum liggur við falli.
Harmageddon og ragnarök
ryðja goðum af stalli.