| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ekki vantar félögin og félagsandann hér

Bls.Velvakandi Mbl. 10.07.1971


Tildrög

Félagslíf í Vestmanneyjum 1913.
Ekki vantar félögin og félagsandann hér
og framkvæmdin er eftir því sem vonlegt þykir mér.
Sýslufélag, sveitarfélag sofna aldrei blund
og svo er nú þetta mannfélag sem aldrei heldur fund.

Eitt er kennt um íþróttir og orðið víðfrægt senn
í því er nú doktorinn og heldri búðar menn.
Mæta þeir á Kirkjuflöt með kústaskaft í hönd
í klaufajakka og sandölum og æfa sig á strönd.

Þeir Bárumenn fyrir bindindinu berjast ár og síð
og bægja vilja áfengi frá nontemparalýð.
Og loks hefur þeim dottið í hug það dásamlega ráð
að drekka sjálfir allt það vín, sem hingað flytst í bráð.

Á liði sínu liggur ekki Líkn sem kunnugt er.
Hún líknar öllum bágstöddum nema kannske mér.
Og heldur fyrir oss þjóðhátíð og semur sögu um það
og setur hana í landsins stærsta heimastjórnarblað.

Ekki vantar Velvakandi vesalingurinn.
Verst er að hann smakkaði ekki grútarbræðinginn.
Hann vakti í fyrra yfir sig
og svaf sig svo í hel.
Sjálfstæðismenn spáðu því, að hann þrifist aldrei vel.

En ekki vexx þeim allt í augum ungmennunum hér.
Þeir ætla að byggja sundskála sem Heimaklettur er.
Að leigja þar út sólskinið og selja hreinan sjó
á 60 aura pottinn hélt hann Steinn að væri nóg.

Gamli Jón í Gvendarhúsi gekk þar fyrstur inn.
Gaui, Mangi, Jón í Hlíð og lindarkonsúllinn.
Þeir borguðu allir eina krónu eins og samið var.
Það átti að geymast þangað til um næstu kostningar.