| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Minningaþættir Kristinn Ólafsson
Ég hef lengi ætlað mér
einhvern tíma í næði
að setjast við og senda þér
samnemnt vinarkvæði.

Bara ég kæmi í besta lag
biti góma skálmar.
Og ég gæti ort í dag
eins og Bólu-Hjálmar.

Það tekst ekki í þetta sinn.
Þó skal ég nú reyna.
Vel þú þekkir vinskap minn
og veist því hvað ég meina.

Hér er dauft og frétta fátt.
Fjandsamleg er tíðin.
Ekkert nema norðanátt,
næðingur og hríðin.

Þér er eflaust alltaf kallt
en engu þarftu að kvíða.
Þér mun hitna þúsundfalt
þegar tímar líða.

Þú átt vissa, vinur minn
von á hita góðum,
því enn þá leggur Andskotinn
að í vítishlóðum.

Mér er sagt að ógnareld
ættli hann þér að gera.
Dýrt var sagan ekki seld,
en sönn mun hún þó vera.

Allir fá sín ævilaun
er þeir flytja héðan.
Bíttu á jaxlinn, blástu í kaun
og berðu þér á meðan.