Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra


Tildrög

Við Guðmund á Hraunum í Fljótum. Byrjun bragsins er: ?Hér er kominn Hrauna-Gvendur...?
Fyrir tekið hefur hendur
hann að rita um Fljótalendur.
Þar á eru ýmsar vendur
í ergi skrifar hann og gríð.
Á vorin þegar verpa endur
vappar hann um úthafsstrendur
og máske upp í miðja hlíð.
Þótt hans séu sterkar höfuðbendur
hann mun bráðum stökkva.
Alveg eins og byssubrenndur
aftur og fram um eilífðina stökkva.