| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Á hæglátu gamlárs kveldi
kraup ég og úthellti tárum.
Þakkaði góðum Guði
hans gjafir á liðnum árum.

En svo varð ég hræddur og hissa
því ég hafði gleymt því besta
í þessari þakkargjörð minni
en það var að minnast á presta.

Ég ætlaði úr þessu að bæta
á auga lifandi bragði.
Ég hóf upp mín augu til himins
hrópað´ á Drottinn og sagði.

Svo þakka ég þér fyrir klerkinn.
En þá mælti Drottinn og brosti.
Það er nú lítið að þakka
fyrir þennan að minnsta kosti.