| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Oft eru hjörtun fljóða flá.
Fyrðar mega það sanna.
Eins og veður í apríl, já
eru brosin svanna.

Aumur er sá sem allt sitt traust
auðar veitir fríður,
því sumum fjandinn fortakslaust
í freistingunum ríður.

Undarlegar eru mær.
Ýmsar svo vér fundum.
Það er betra að bölvi þær
en brosi manni á stundum.