| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Af lækninum heyrði ég ljótan brag

Bls.Úr Ögmundargetu bls. 137
Af lækninum heyrði ég ljótan brag.
Létti mér það sorgum.
Ef hægð fær hann ekki í dag
er hann dauður á morgun.

Dauðinn nær mitt hrífur hold
hels með kaldri mundu
firða ég bið að fergja ei mold
en fleygja því út á grundu.

Mér var gröfin lengi leið
líki ei grandi hún mínu.
Ekki hót ég hræðist deyð.
Hann er endir pínu.

Ef alfaðir í mig lét
ódauðleika fimni
allt eins risið upp ég get
undir berum himni.