| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Tileinkað Varmahlíðarfélaginu. 2. erindi af 4. Erindi 3: Ó, þú sólvermda land ...
Nú ber Mælihnjúk hátt.
Upp í heiðloftið blátt
yfir héraðið rís hann í konungstign sinni.
Eins og vörður í kring
raðar hamranna hring.
Hvílík tign, hvílík dýrð yfir sveitinni minni.
Um Kaldbak og Tindastól tíbráin glitrar.
Niður tignfríða Blönduhlíð berglindin sitrar.
Út við eyjar og sund
sefu8r Ægir sinn blund.
Yfir öll´ eru ríkjandi blessaðar listdísir virtar.