| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ef hreppsómögum ei heilsast vel

Bls.III, bls. 78


Tildrög

Einn af þurfamönnum Lýtingsstaðahrepps veiktist að vori til og varð rúmfastur. Var sjúklingurinn búinn að liggja lengi en var að lokum fluttur til Sauðárkróks. Tómas Pálsson á Bústöðum var þá oddviti og var það hans fangaráð að búa um sjúklinginn í hestakerru og flytja þannig úteftir. Má nærri geta hvernig sá flutningur var fyrir fársjúkan mann enda fór svo að sjúklingurinn dó áður en til læknis kom. Sr. Tryggvi fékk bágt fyrir kveðskapinn og skal engan undra.

Skýringar

Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar III, bls. 78
Ef hreppsómögum ei heilsast vel,
herra Tómasi er ekki um sel.
Keyrir hann með þá í kerru af stað
og kvillarnir batna til fulls við það.