| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Fleinarunnar fá sitt kaup
fagnaðs spunninn bragur.
Nú menn kunna að ná í staup.
Nú er sunnudagur.

Flötur Ránar fagur er
frelsis skánar hagur.
Nú er lánið nærri mér.
Nú er mánudagur.

Draums úr viðjum dregst af grund
Dellings niði fagur.
Nú til iðju notum stund.
Nú er þriðjudagur.

Brún á stikar Fjölvís frú
Fornjóts hrika slagur.
Íllt mér þykir úti nú
er miðvikudagur.

Óðar grynnt er orðið hjal
eyk því flimt óragur.
Nú er dimmt í naumum sal.
Nú er fimmtudagur.

Nú er röstin nauða stríð
nærist löstum ragur.
Nú er höstug norðan hríð.
Nú er föstudagur.