| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ég vakti í nótt nú veit ég hvað því réði

Bls.Svört verða sólskin


Tildrög

Sunnanátt
Ég vakti í nótt, nú veit ég hvað því réði.
Ég vænti komu þinnar sunnanátt.
Hver biði ekki þín með glöðu gleði
sem getur hlegið svona undur dátt?
Ég heyrði ærsl þín sunnan yfir sanda
þú söngst og þuldir jafnt til beggja handa
þinn hagkveðlingahátt.

En hví er annar háttur braga þinna
og hrynjandin í þinni kvæðaraust?
Í hjartans leynum lengi mun ég finna
laufvindanna seið í fyrrahaust,
er eltu þeir hver annan lengi, lengi
um ljósa smáravelli og bóndans engi
og ortu endalaust.

Að vitum mínum berðu barkarremmu
blóðbergsþef og lyngsins anganföng.
Ó, kveddu vorsins vatnsdælingastemmu
verði drápan eilíflöng.
Af heiðum leystu martröð hvítra mjalla
lát mikil vötn í drottins nafni falla
til sævar fram með söng.