| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Um Glímu Gest eðs Sund Gest Bjarnason. Hann var um tíma Vestanlandspóstur.
Oft mig þjáir einlæg þrá.
Alla brestur skemmtivini.
Til ber þá ég unað á
í honum Gesti Bjarnasyni.

Spurn og ans þess íturmanns
allt gildi krefur lengi.
Bragarspil hans í lofti lands
leikur snilld á raddarstrengi.

Mælskuglansa getins manns
greindardrjúgum nema hæfir.
Allar hans þá hugardans
hátt yfir múgans buldrið gnæfir.