| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Ort er kvæði Helgu Baldvinsdóttur komu út.
Æskudala angan
anda ljóðin þín.
Sól og sæta angan,
sorg og hjartans pín.

Það er eins og ævisaga
ómur þinna ljúfu braga.
Ástin heit og harma glóðin
hringa sig í gegnum ljóðin.

Litskrúð tungu glæstrar glitrar.
Göfugur strengur hjartans titrar.
Sæluunað seiðir óður.
Sorgarstunum fyllist móður.

Orðin leiftra, loga, kvika,
lýsa þeli, hvergi hika.
Upp til hæða öll þau benda
andvörp, bænir, þangað senda.