| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Hagyrðingar hafið lágt um yður

Bls.Baldur 06.06.1906


Tildrög

Kveðið eftir að Jónas Hallgrímsson kom fram á miðilsfundi og kom með fyrripart og botnaði hann svo er hann var beðinn. Vísan er svona: Nú skjótumst við á Fjölnis fund forsprakkarnir báðir. Skyldu þeir verða skamma stund skynseminni háðir? Eftir sögn Einars Kvarans. Baldur 23.05.1906.
Hagyrðingar hafið lágt um yður.
Heyrið hvers þið megið eiga von.
Ykkur bráðum á að kveða niður
afturgenginn Jónas Hallgrímsson.