| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Lífs og dauða skörp eru skil

Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Eftir að gamall maður hafði dáið í Skefilstaðahreppi í Skagafirði var fólkstalan komin niður fyrir þau mörk sem sett voru til að hreppur gæti verið sjálfstætt sveitarfélag. En litlu síðar eignaðist oddvitinn barn og voru þá eftir sem áður 50 sálir í hreppnum.
Lífs og dauða skörp eru skil
skreipt er á valdasvelli.
Barn í nauð skal búa til
svo byggðin haldi velli.