Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi, Skag | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi, Skag f. 1929

EIN LAUSAVÍSA
Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón hefur verið bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar. Hefur hann og stundum verið nefndur Drangeyjarjarlinn.

Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi, Skag höfundur

Lausavísa
Lífs og dauða skörp eru skil