| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Órór gests ég úti beið.
Inn hann skyldi leiða.
En hamingjan um hlaðið reið
og hafnaði öllum greiða.

Stjörnur eygði ég í kvöld
undir dökkum baugum.
Hugann gæti ég heila öld
helgað slíkum augum.

Ég hef kynnst til þrautar því
að þeim mun logar minna
sem menn skara oftar í
elda vona sinna.

Eins og gömul gróin sár
geta ýfst og rifnað.
Gleði sem var gleymd um ár
getur endurlifnað.

Fúinn bátur, fallin búð,
færin sundur skriðin.
En úti fyrir ystu flúð
eru fiski miðin.

Daginn líður óðum á.
Okkar hallar göngu.
Austurfjöllin eru blá
orðin fyrir löngu.