| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Er Antoníus Antoníusson drukknaði í Daufhyl við Laxá.

Skýringar

Sálin fróð er frí við hold.
Feigs á slóð er þoka.
Skáldið góða féll á fold
fyrir jóði Loka.

Beinin vermast vonaryl
í vöðum móðurinnar.
Hér hefur skáldið hinsta til
hvílu sinnar gengið.

Þú hefur hylur hrelldan mig
með hlýðni fjörtjóns goða.
Óvildar ég augum þig
ætíð héðan af skoða.