| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Ort fyrir kerlingu Ingveldi að nafni ásamt fleirum um Sigvalda.
Húsgangs lalla heyrði þá
er héðan falla verður.
Ragi karl mun fylgd þér fá
svo flæking varla hrekst þú á.

Vindu flagða vond fram ber
við mig agði klækja.
Ætlar bragðið þjófa þér
það mun lagður fegri mér.

Hátt ei lyftist hagur þinn
þótt háðung giftist fáir.
Auðnu sviptur afglapinn
undir skriftur gikkurinn.

Litlu í eyrum orðsældar
ertu meira haldinn.
Þótt þú og fleiri þorparar
þrykki út leirburð forsmánar.

Ykkar hressa gjörði geð
gapa sessinn prýða.
Fyrir versin skamma skeð
skiptið þessu ykkur með.