| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Gullnum sólargeislum stráð
grasalaut og móar.
Engin þoka er um láð.
Úti smali hóar.

Vötnin bláu blika skært.
Bergmálhljóma í fjöllum.
Allt er loftið undurtært
uppi í klettahöllum.

Tína börn í berjamó.
Brosa fljóð til sveina.
Allt er vafið ágústró.
Ó, sú fegurð hreina.

Láttu ágúst lífsins þrá
leika þér við hjarta.
Þínum dögum ástar á
enginn þarf að kvarta.