| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ljáið byrði lífs mér alla

Höfundur:Grímur Thomsen
Bls.Tindastóll lll. / 4
Ljáið byrði lífs mér alla
létt skal bera meir en það
megi ég þreyttur höfði halla
hálsi björtum meyjar að.

Ári síðar:
Kalt er úti. Kalt er inni.
Kell mér hönd og negg.
Næðir mig í sál og sinni
svalt er lífsins hregg.

Láttu vorsins, Drottinn drjúpa
dögg í brjóst mér þá.
Eða dauðans djúpum hjúpa
dofið hjarta snjá.