| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Kröftugust er trú og tryggð

Höfundur:Grímur Thomsen
Bls.Alþ.bl. 07.02.1972
Kröftugust er trú og tryggð
tæpan mátt að styrkja.
Þó að sé á sandi byggð
seig er Strandakirkja.

Grunnur þótt sé gljúpur og laus
get ég til hún standi.
Guð sér sjálfur kirkju kaus
kringda mararsandi.

Útsynningar öflug reip
um hana úr sandi flétta.
Ekki er hætta að Guðs úr greip
gangi húsið þetta.

Henni að trúin haldi við
heitin endursmíða.
Hæstum þakkið hagleikssmið
hjörtu er tengir lýða.