| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Svarkurinn
Kerling ein hin versti vargur
voða flagðið tungu skætt
heimilis djöfull hjúum argur.
Hana reyndi að temja margur.
Um hana gat enginn tætt.

Dauðinn hana mælti málum.
Mátti hún til að þagna um stund.
Fór hún þá með fleiri sálum
fyrst til himna. Á metaskálum
allra vegur Pétur pund.

Fullvel hann þeim flestum tekur
fáir þó að gjöri skil.
Kellu burt hann byrstur rekur
bjarta höfuðið hann skekur.
Farðu, sagði hann, fjandans til.

Vittu að hérna í himnaríki
helst af öllu kjósum frið.
Brennisteins í djúpu díki.
Djöflinum trúi ég jagið líki.
Skammastu þar skrattann við.

Engin tjáði blíðu bónin.
Blessunar hún fór á mis.
Sankti Pétri sendi hún tóninn.
Sagði hann væri ljóti dóninn.
Hélt svo beint til Helvíitis.

Öndverðir þar allir rísa
árar, þegar hún reið í hlað.
Kölski þorði ei kellu að hýsa.
Kvað sér uppreisn djöfla vísa
svarkurinn þar ef settist að.

Taka verður hún því til þakka
þó að svallt hún hreppi ból.
Útsynnings um kafalds klakka
kerling dæmd er til að flakka.
Kaldan hefur hún kjaftastól.

Köld er tunga. Kalt er stélið.
Kellu loppin mælskutól.
Þegar hún er að jaga élin
jafnan bilar málskraps vélin.
Kjafta slitnar einatt ól.