Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Skrifað í minjabók

Fyrsta ljóðlína:Vefðu vininn minn
Viðm.ártal:≈ 1900
Vefðu vininn minn
vel í faðminn þinn,
þegar fjúk á fjallatindum syrtir,
því að ástaryl
áttu mikinn til,
svo að hrelldu hjarta jafnvel birtir.

Víst mun vor og sól
verma fagran hól.
Þá er ljúft að líta framtíð móti.
En það er ástin ein
öll sem læknar mein
og veitir létt að ganga á eggjagrjóti.