Þjóðhátíðarsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þjóðhátíðarsöngur

Fyrsta ljóðlína:Dagarnir, árin og áranna þúsundir líða
bls.1–3
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fimm,- tví- og þríkvætt AAbbA
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874
Flokkur:Hátíðaljóð

Skýringar

Kvæðið var fyrst prentað í „Víkverja“ 1875, 1 ásamt „Skuggsjá og Ráðgátu„
Í „Víkverja“ hafði 9. vísa tallið burt.*
1.
Dagarnir, árin og áranna þúsundir líða,
aldirnar hverfandi fleygjast með strauminum tíða.
Einungis hann
eldast né breytast ei kann,
tímar og heimar sem hlýða.

2.
Drottinn, hjá þér eru þúsundir ára sem dagar,
þú sem með vísdómi heimana’ og tímana lagar.
Dýrðin er þín;
dásemd á stjórn þinni skín;
hlutföllum lífsins þú hagar.

3.
Mennina, þjóðirnar, mannkynið gjörvallt þú leiðir,
mönnunum, þjóðunum, ævir og bústaði reiðir.
Öld eftir öld
atvika margbreytta fjöld
veg þeirra gegnum þú greiðir.

4.
Ár Iéstu myndaða eyna, þar vér skyldum búa,
og. þegar tími var, hingað lést feðurna snúa.
Þjóð vora þú
þúsund um ár hefir nú
framleitt við föðurhönd trúa.

5.
Afsíðis-landið til íbúðar henni þú valdir,
ókomna tímanum geymdan hér þjóðvísi faldir.
Bernskan er löng,
barátta þjóðlífsins ströng,
þroskans er undirbýr aldir.

6.
Ljúfri með föðurást liðnum á aldanna degi
leiddir þú hana og studdir á reynslunnar vegi.
Sjálfri að sjer,
sannleik og dáðum og þér
þroskaðan hug svo hún hne[i]gi.

7.
Því skulu hjörtu vor hneigjast að elskunni þinni,
herra, sem þjóð vora leiðir að ákvörðun sinni.
Hver er, sem má
háleitu ráðin þín sjá?
Vísdómur manna er minni!

8.
Verði því á oss þinn vilji um aldanna raðir,
velferðar leitum í trausti þíns hjálpræðis glaðir.
Þjóð vor sé þín;
þig henni náðugan sýn,
vertu vors föðurlands faðir.

9.
Tilhögun þína með tilveru vora og hagi
tilgangi ná láttu þeim, er til blessunar dragi.
Dýrðin sje þín!
dásemd á þjóð vorri sýn!
eilífar aldir það frægi!