Íslandssöngur Norðmanna (Yderst mod Norden) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslandssöngur Norðmanna (Yderst mod Norden)

Fyrsta ljóðlína:Lýsir af eyju við ísþoku slóð
Höfundur:Andreas Munch
bls.416
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer,- þrí- og tvíkvætt aBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Í Þjóðólfi 5. maí 1891 (bls. 81) birtir Matthías kvæðið með eftirfarandi skýringum:
Þótt síðasta versið þyki, ef til vill, eiga miður við nú — kvæðið er ort fyrir 1874! — þá álítum vér alveg rangt að sleppa því. Þetta fagra kvæði er þess vel maklegt, að allir Íslendingar kynni það og syngi. Því miður mun skáldið hafa farið alveg á mis í lífi sinu við þakkir eða viðurkenningu af vors lands hálfu fyrir það; en víst ætti það lengi að geyma Munchs minning. Kvæðið er torvelt að þýða sakir þeirrar skáldlegu   MEIRA ↲
1.
Lýsir af eyju við ísþoku slóð
úti við Dumbshafið kalda,
þar sem við berglogans leiftrandi glóð
leika sér fornmyndir alda,
þaðan í svanaham sagndísin fróð
sveigir falda.

2.
Út til hins kynlega, logfrána lands
leitaði fornhetju skarinn,
öndvegissúlur frá hásætum hans
helguðu leið yfir marinn,
norðurheims tungan hins norræna manns
nam þar arin.

3.
Meðan hin nátengdu norðurheims lönd
nornin í sundur réð draga,
lagðir þú, Ísland, með letrandi hönd
lífsfræin komandi daga;
þar vannstu festa vor frændsemisbönd,
fræga Saga!

4.
Ástkæra þjóð, þó þín örlaganorn
útlendu valdboði hlýði,
heyrir þó Noregur helgur og forn
hróp þitt í forlaga stríði
dunar nú, Ísland, sem Darraðar horn
djúpt úr víði!