Eyrarrós | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eyrarrós

Fyrsta ljóðlína:Unga, fagra eyrarrós
bls.31
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Unga, fagra eyrarrós!
Þar sem á um eyrar flæðir,
aldrei hafræn kylja næðir,
bjóstu sæl við blíðu’ og ljós,
unga, fagra eyrarrós!
2.
Langt frá breiðum elfarós
fanginn sveinn af fegurð þinni
fann þig, blóm! á göngu sinni,
hvar þú bjóst við bjartast ljós,
unga, fagra eyrarrós!
3.
Veslings unga eyrarrós!
Rifin upp af rótu þinni
ræktast vart í húsum inni,
elskar daggir, yl og ljós,
veslings unga eyrarrós!
4.
Ólánssama eyrarrós!
Inni’ í húsum ertu fangi;
eigi’ er kyn, þótt sárt þig langi
út í sólar yl og ljós,
ólánssama eyrarrós!
5.
Höfði draupstu, rauða rós!
Hann, sem fann þig fagra’ og rauða,
föla ber þig senn og dauða
út í sárþráð sólarljós.
Sof í friði, föla rós!
6.
Ólánssama unga rós!
Kemst ég við af kjörum þínum.
Klökknar ís í barmi mínum.
Þig ég skil, sem þráðir ljós,
veslings fagra, visna rós!