Fram á regin-fjalla slóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fram á regin-fjalla slóð

Fyrsta ljóðlína:Fram á regin-fjalla slóð
bls.558
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Kvæðið er úr leikriti Matthíasar, Skugga-Sveinn og er heiti 7. þáttar leikritsins einmitt „Fram á regin-fjalla slóð.“
1.
Fram á regin-fjalla slóð
firðar ljótir búa;
þeirra byggð er þeygi góð,
þyrstir mjög í sauðablóð
eru þeir, og engan guð á trúa.
2.
Kunna þeir með kænsku sið
kvikfé ná í haga,
kveikja eld við klettarið,
kjötið steikja logann við,
síðan stolnar sauðahnútur naga.
3.
Þegar bóndi burtu frá
býli fer og vífi
koma fram úr fylgsnum þá
fólin leið, og bæjum á
æra fljóð og ota löngum hnífi.