Kvæði af Hrómundi Gripssyni • | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Hrómundi Gripssyni •

Fyrsta ljóðlína:Hér skal renna ræðan Týrs um róma sal
bls.173–175
Viðm.ártal:≈ 1500–1600
1.
Hér skal renna ræðan Týrs um róma sal
um Gripsson þann er gjörði stríð með brandi,
garpinn ho[r]ska heiðra skal.
2.
Hrómund nefna höldar þann sem hreysti er léð,
í syðri Svíþjóð seima týr að byggði,
ríkur og mildur ranni réð.
3.
Öllum var sá ættum stærður örvagrér.
Margan sigur milding vann hinn snjalli;
sá fékk ærið orma sker.
4.
Ólaf nefna ýtar þann með Ægis dýr.
Kóngurinn hélt á kólgu stríðan víðir,
Hrómund fylgdi hjörvatýr.
5.
Kári og Örnólf ka[r]skir vóru kóngi með;
víking Hröngvið virðar fundu að kvöldi.
Við Íra láðir er það skeð.
6.
Fullhugarnir fóru á móts við fylkir þann.
Frægir bræður fjörinu sínu týndu;
sá má hrósa sigri er vann.
7.
Hrómund frækni hefur sig uppá Hröngviðs skeið.
Kylfu stóra kappinn hafði í hendi,
í höfuð á berserk hratt hún reið.
8.
Sá hét Helgi er hefna vildi hlýra sín.
Hrómund græddi hann harðla ófyrirsynju;
hans munu bræður bíða af pín.
9.
Í víking lagðist vella Týr með vaskan her.
Suður í Valland seggir komu að hausti,
í Þráins haug að þegninn fer.
10.
Mistiltein hið mæta sverð að milding fékk.
Af nöðru bóli nógan auðinn hafði;
með drengskap sínum deyddi hann rekk.
11.
Hann valdi gull en verndar burt sem vel má tjá,
enginn mátti hans auranægðir telja,
gekk hans frægð um grund og sjá.
12.
Kóngsins systir klén og ung skal koma við óð,
seggir nefna Svanhvít hringa Hildi,
sú var bæði björt og rjóð.
13.
Til Hrómunds felldi hún elskueim og ástarhug.
Beggja hjörtun blíðkast þannveg lengi.
Einhvör mun því aka á bug.
14.
*Bíldur og Voli, báðir þjóna buðlung þeir,
Hrómund rægðu hratt við kónginn dýra.
Þess mun gjalda þorna Freyr.
15.
Burt úr ríki buðlung varð fyrir bænastað,
kóngi gjörðist stórlega stríð til handa,
höldar reyndu hjalta nað.
16.
Svanhvít biður þá Hrómund fylgja hjörva Týr,
skjaldarbönd gaf skikkju hrundin fróma,
hann hart á móti Helga snýr.
17.
*Hallding kóngur Helga fylgdi í hrævar tafn.
Hann var manna mestur á svenskri grundu,
hönum fannst ei nema Hrómund jafn.
18.
Þá réð hefjast Hildar hregg með hölda þjóð.
Átta bræður öðlings gjörðu að falla.
Hrómund bar í hjarta móð.
19.
Gripsson allvel gekk í stríð sem greinir frá,
skjaldarbönd hann skjótlega af sér lagði.
Við Helga gjörði hart að rjá.
20.
Gabbi trúði Gripsson því sem gjörði fljóð.
Helgi hinn frækni hopaði hvörgi úr tafni,
víst á Hrómund vakti blóð.
21.
Helga öðling hitti brátt með heiftarsnið;
óvígur varð örvaþundurinn frómi.
Hadding flýr með hálft sitt lið.
22.
Sverðið missti sæmdarmaður við sára fund;
Voli lét í Vænir brandinn sökkva,
aftur fékk á örlögs stund.
*23. Sá hét Blindur er buðlung fylgdi brigðu teitt;
vissi hann allt hvað varð í þessu landi,
aldrei kom honum óvart neitt.
24.
Hagall græddi hægt með listum hreystimann.
Blindur leitar bæði um lönd og eyjar,
gaurinn hvörgi Gripsson fann.
25.
Blind og Hadding dreyma gjörðu drjúgt til hans,
Hrómund bjóst þó hefndir þeim að vinna;
þeir fréttu ei fyrr til frægðarmanns.
26.
Hrómundur felldi Hadding þá með hreystigrein,
óvinum sínum eyddi burt úr landi,
mætan hafði hann mistiltein.
27.
Kóngsins systur kappinn fékk með kurt og dáð,
seimalundurinn settist einn að ríki,
*seggurinn varði svenska láð.
28.
Örvagautur allvel unni auðarná,
syni og dætur sín á milli gátu,
þar mun *sýnt að segja frá.
29.
Kveð eg ei lengur þennan þátt því þrýtur óð,
Berlings ferjan brotni Hárs við minni,
byrgist aftur boðnar slóð.