Að leikslokum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Að leikslokum

Fyrsta ljóðlína:Ef að vængir þínir taka að þyngjast
bls.317–318
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1917
1.
Ef að vængir þínir taka að þyngjast,
þreyttir af að fljúga í burtu-átt,
hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast
orku, er lyftir hverri fjöður hátt.
Jafnvel þó við skilnað kannske skeður
skyndi-depurð grípi róminn þinn,
sem á hausti er heiðló dalinn kveður,
hugsun um að það sé efsta sinn.
2.
Hlægir þig að hér var steinum þungum
hnykkt úr leið ef aðstoð þína brast.
Vissa ljós að leika á yngri tungum
ljóðin sem þú aldrei kveðið gast.
Þrár og óskir þroskast, vaxa, fyllast,
þína hönd sem aldrei fær þú léð.
Engin leið á von-spám nú að villast.
Víkja frá en hafa aldrei séð.
3.
Þegar vorar vinnst þeim fleygu og ungu
vaxin þrá í nætursólar glóð
móinn þann að sjá þar mæður sungu
sinna hreiðra glöðust vögguljóð
og hjá lind og laut og klettasprungu
liðka aftur þessi förnu hljóð.
Láta horfinn hljóm í nýja tungu
heimanfylgjur kveða vestur-þjóð.
4.
Yður hjá, sem hugsuðum oss saman,
hjartað skilur gesturinn, sem fer,
varmt og heilt – að hverri stund var gaman.
Hönd hans óveil – sé hún kulda-ber –
rétt er þeim sem lánast á að erfa
æsku vorrar stærri þrár og dug. – – –
Seint úr landi hinst að hverfa
loks með söknuð – þó með glöðum hug.


Athugagreinar

30. 8. 1917