Skjóna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skjóna

Fyrsta ljóðlína:Skjóna mín! við skiljum nú að sinni
bls.113
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Neðanmáls stendur:
"[Orkt fyrir systur mína. Skjóna var tannfje hennar. Höf.]"
1.
Skjóna mín! við skiljum nú að sinni.
Skapadómi neitt ei undan flýr. —
Tuttugu ára ævi lýkur þinni.
Ei ég veit nær mín til þurrðar snýr.
Ótal margar gagns og gleði stundir
greið í sporum veitt mér hefir þú.
Ég ef réði, þú ei þannig mundir
þegar í stað af heimi ganga nú.

2.
Ei ég ræð. Það verður svo að vera.
Vel til síðsta hvíldarstaðar far!
Þakka ég, hve þú mig gjörðir bera. —
Þér er slíkt nú sama‘ og ekki par! —
Hvað er þó, sem helst má nokkuð kalla,
heiminn við er skilja menn og dýr? —
Þig að finni, þó ég efa valla
þar sem lífið endurvakið býr.