Bíðið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bíðið

Fyrsta ljóðlína:Bíðið! sagði blessað vorið
Höfundur:Zachris Topelius
bls.494
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbccAb
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Bíðið! – sagði blessað Vorið –
bíðið við, nú kem ég senn;
hrím ég hef á höfði borið,
hárið er ei þiðnað enn.
Upp úr værri vetrarmjöll
vöknuð er ég snjóug öll;
bráðum skal ég beina sporin;
bíðið mín því, góðir menn.
2.
Ég hef bundna báða arma,
bíðið þar til klædd ég er,
lauga hlýt ég háls og hvarma,
hári slá frá augum mér;
síðan fáein blóm ég bind,
baða mig í tærri lind.
Burt með skran og gamla garma,
gólfið þvæ ég hreinna en gler!
3.
Bíðið mín, svo missi’ ei vitið!
máta skal ég nýjan kjól;
pilsið allt er bilað, bitið,
beltið eins og snúin ól;
trosnuð eru tröfin fín,
týnd er græna skikkjan mín,
sokkabandið brunnið, slitið –
blygðast hlýt ég, fagra sól! –
4.
Svo er eftir annað stærra:
upp ég stekk á himinský!
horfi’ á grasið hýjung smærra,
hlusta á klið og vatnagný,
heyri ljúfa lævirkjana
lofa og prísa skaparann.
Skoðið augu hærra – hærra
himinbláa hvolfið í!
5.
Eg kem aftur! Bíddu, bára,
bíddu dalur, hlíð og mörk,
bíddu, tún með brunninn skára,
bíddu gamla skógarbjörk;
bíddu fífilbrekka rjóð,
bíddu gil með hvannastóð,
burt ég rek hann kalda Kára,
kvíðið engu, börnin góð.
6.
Vitið, blessuð börnin smáu,
barn er ég í lund sem þér,
verð sem þið að lúta að lágu,
læra margt og herða’ að mér.
Sjá, nú kem ég frjáls og frí,
fersk og ung, og sterk og hlý!
Kveðið ljóssins kvæðin háu,
kveðju Guðs ég öllum ber!