Á Hryggjum (Þjóðsaga) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á Hryggjum (Þjóðsaga)

Fyrsta ljóðlína:Þar er oft þröngt um vistir,
bls.24–26
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þar er oft þröngt um vistir,
þiljur um Staðarfjöll.
Skarpar rúnir þar ristir
rammaukin norðan-mjöll.
2.
Austmaður afturgenginn
úthverfir tómum mal. -
Lydda leikur sér engin
að lífinu í Hryggjadal.
3.
Þar leika kofar á þræði
þar er kvöldvakan löng,
er draugur í djöfulæði
dansar um bæjargöng.
4.
Kýrin á básnum bölvar,
böndin slítur og flýr,
jötur og meisa mölvar,
másar og froðu spýr.
5.
Húsbóndinn hjörðina hvetur
til húsa við dægramót.
Skuggsýnn er skammdegisvetur,
í sköflunum þyngir við fót.
6.
Forustusauðurinn fnæsir,
fótum stappar í jörð.
Austmaður loppunni læsir
og lemur hann aftur í hjörð.
7.
Harðnar í hreðum og ræðum,
heiftúðug draugsins tök,
háll í klökugum klæðum
kominn úr Blönduvök.
8.
Gilið grenjar í kyljum
gisting veitir að Hel.
Kalt er í kolbláum hyljum
en kaldara er draugsins þel.
9.
Skimar að skýjaklofa
skammt er ennþá af nótt.
Ísgrá öræfa vofa
ærist af kyngiþrótt.
10.
Síðan er sótt og varist
sindra þar draugsins mögn,
vélað, bölvað og barist,
blótuð hin heiðnu rögn.
11.
Draugurinn dauða bleikur
við deginum glennir sjón. -
Það er ekki öllum leikur
að eiga við Hryggja-Jón.
12.
Norðri um svörðinn sverfur,
sogar í jökulhyl,
er Austmaður einhendur hverfur
aftur í Blöndugil.