Dísa litla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dísa litla

Fyrsta ljóðlína:Hvar er nú hún Dísa, sem lýsa á ljóðið
bls.26-27
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hvar er nú hún Dísa, sem lýsa á ljóðið?
Létt og kát í förum og svörum var fljóðið.
Lokkasafnið rakið á bakið hún breiddi,
brosti hlýtt við sveinum, í leynum þá seiddi.
2.
Um þá mjúkum örmum og vörmum hún vafði,
vakti ástarblossa, við kossa þá tafði.
Brúnalétt var drósin, sem rósin í runni,
reikaði um svæði með kvæði á munni.
3.
Dísu leiddist heima að sveima og syngja,
sigldi út til landa, sinn anda að yngja.
Margur féll þá neisti sem leysti úr læðing
logann sem að brenndi og kenndi einstæðing.
4.
Hrukkurnar og árin og tárin hún telur,
tróð hún áður valinn, nú dalinn sinn velur,
þar sem angar fjóla um hóla og hjalla,
hjartað öðlast friðinn við niðinn til fjalla.