Á gömlum slóðum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á gömlum slóðum

Fyrsta ljóðlína:Í ári morguns allt er hljótt
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Í ári morguns allt er hljótt
orpið þögn og friði.
Vaggar stör í blíðum blæ
bærist lauf á viði.
Fuglar kvaka ástaróð
ómar loft af kliði.
Úr þröngu gljúfri fellur foss
fram hjá klettariði.
2.
Á grónum hól er gömul þúst
þar geymist liðin saga.
Mosagróin múgavél
minnir á fyrri daga.
Ýmsar menjar augu ber
enn mig til sín draga.
Grjóthaug lít og gamalt sprek
og gulan sinuhaga.
3.
Geymir moldin gamlan bæ
gjálfrar lækjarsytra.
Liggur upp við lágan stein
lítil smalakytra.
Byrgir tóftir blómahaf
bergmál liðið grætur.
Horfins tíma hugsa til
hér lágu fólksins rætur.
4.
Blágresið hér breiðir sig
um brekkur ás og hjalla.
Gullnum bjarma glóey slær
á gráa hamrastalla.
Tign og fegurð tjá sinn brag
og tröfrar blárra fjalla.
Ég heyri frammi af heiðarbrún
huldar vættir kalla.