Ofan við brúnir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ofan við brúnir

Fyrsta ljóðlína:Tíbráin hæðunum hossar og ásunum vaggar
bls.17
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Tíbráin hæðunum hossar og ásunum vaggar´
Heiðarnar brosa því gola við strái ei haggar.
Geislarnir flæða á fjöllum sem öldur að ströndum.
2.
Sólveigar flóarnir þyrstir og þakklátir drekka.
Þýtur um grasið. Það ilmar hver laut og hver brekka.
Blómvarir grænar nú opnast á ömrum og söndum.
3.
Himininn breiðir sitt bláasta lín yfir heiðum.
Birtan er ljúfust og þörfust á sjaldförnum leiðum.
Lífið er dýrast á auðnum og afréttarlöndum.