A 258 - Einn bænar sálmur að biðja um von, kærleika og þolinmæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 258 - Einn bænar sálmur að biðja um von, kærleika og þolinmæði

Fyrsta ljóðlína:Jesú Kriste, þig kalla eg á
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer,- þrí- og tvíkvætt aBaBcDDcD
Viðm.ártal:≈ 0

Einn bænar sálmur að biðja um von, kærleika og þolinmæði

[Nótur]

1.
Jesú Kriste, þig kalla eg á,
kvein mitt bið eg þig heyra.
Lát mig þá náð um ævi fá
í þér stöðugur vera.
Um hreina trú þig helst eg bið,
hana viljir mér gefa
og ást án efa.
Í þörf samkristnum leggja lið,
þín orð að halda og hafa.
2.
Minn Herra Guð, um meira eg bið,
mér kannt þú það vel veita
að girnist ei aftur glæpa sið,
gef mér von þar með heita.
Einkum eg þá hlít falla frá
fast trúnni á þig haldi
og efist aldrei.
Lát mig ei vænta verk mín á
svo verði mér að gjaldi.
3.
Hjálp mér og þar til af hjartans rót
heiftarmönnum forláti.
Lamb Guðs, veit mínum löstum bót
svo lifnað minn þér játi.
Æ sé mín fæða orðið þitt,
önd mína fögnuð fylli,
við freistni stilli.
Ólukkan þó mig angri títt
ekki hægliga villi.
4.
Lát ei sælu né ótta mér
í veröld frá þér hrinda.
Þú hefur allt í hendi þér,
halt mér stöðugum til enda.
Verðskuldan engin vinnur það
né verk vor þar til stoða
að varna voða.
Ekkert nema þín eilíf náð
önd minni forðar dauða.
5.
Eg ligg í stríði og stórri kvöl,
styrk mig, Guð, þjón þinn veika.
Náð þín ein hjálpar öllum vel,
ei lát mig frá þér skeika.
Frelsarinn gef ei falli eg
freistni hvenær sem rata
í einhvörn máta.
Sjáir þú, hún mig sæki mjög,
síst munt þó vinna láta.