A 256 - Bænar söngur í móti guðlegrar kristni óvinum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 256 - Bænar söngur í móti guðlegrar kristni óvinum

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð, þitt nafn áköllum vér
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccBddEffE
Viðm.ártal:≈ 0
Bænar söngur í móti guðlegrar kristni óvinum
Með lag: Adams barn.

1.
Ó, Guð, þitt nafn áköllum vér,
enginn hjálpari annar er
á vorum eymdardegi.
Óvinar heift og ógn er stór
en þú, Drottinn, ert hlífðin vor,
veit oss hann vinni eigi.
Úrræði vort er einkis *neitt
af því vér höfum illa breytt
og þig til reiði reitað.
Lít þó á skírn vér fengum fyrst
frelsarans blóð oss hefur leyst.
Náð þín fær oss ei neitað.
2.
Sýn þig nú fljótt og legg oss lið,
leitar óvin að spilla frið,
þér ber á það að líta
því það kemur við kristna trú.
Kirkju þína ofsækir nú,
orð þitt vill af oss slíta.
Skuli ganga hans grimmd við of
guðlig dýrð þín, heiður og lof
hlýtur hjá oss að linna.
Herra, fyrir þinn sæta son
sjálfur hindra þú þetta tjón.
Lát oss fullting þitt finna.
3.
Ef tekst óvina ógn og morð
öngvir dauðir þér syngja dýrð
né þeir í helju stíga.
Sel oss ei undir soddan þján
svo kristni þín hans verði rán.
Vinn þú hann voldugliga.
Þinn son Jesús leið þunga pín
þolugur fyrir allt mannkyn.
Af því helst á þig köllum,
vernda oss, þína auma þjóð.
Öngva höfum vér aðra stoð.
Hjálp svo ei frá þér föllum.
4.
Annars þitt nafn ei þekkjast kann,
þegja allir um lausnarann,
þar óvin þig svo hatar,
heilagan anda hæða meir.
„Hvað er Guð yðar?“ segja þeir,
„hann hefur yður glatað.“
Líknsami Herra, lít þar á.
Lát þína makt oss standa hjá,
að þinni dýrð upphaldi.
Þá viljum vér í eymd og kross
einninn í dauða gefa oss
þínu guðligu valdi.