A 248 - Af þeim XI kap. Matt. Komið til mín og takið mitt ok upp á yður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 248 - Af þeim XI kap. Matt. Komið til mín og takið mitt ok upp á yður

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
bls.Bl. CLXXIIv-CLXXIIIv
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 0

Af þeim XI kap. Matt. Komið til mín og takið mitt ok upp á yður


1.
Guðs son kallar: Komið til mín
sem kvíðið við yðar andar pín
og syndir jafnan særa.
Menn, kvinnur, aldraðir og börn,
yður vil eg vera náðargjarn
og alla endurnæra.
2.
Ok mitt er sætt og byrði létt.
Eftirfylg mér svo munt þú rétt
hjá helvíti sneiða.
Hjálpa skal þér mín aðstoð merk,
hljóta munt þú af mínum styrk
arf Guðs eilífra gæða.
3.
Allt það sem gjörða eg þér og leið
um ævi mína fyrr og síð
á yður vil eg skilja.
Áhyggju, verk og yðart mál,
allt rétt og gott það vera skal
ef gengur Guðs að vilja.
4.
Hjálpræði kýs og heimur fá,
hatar þó alla mæðu þá
sem börn Guðs hljóta bera.
Það tekst þó ei á annan hátt,
á það ven þig sem mest þú mátt
viljir þú hólpinn vera.
5.
Öll skepna vel því vitni ber
um vötnin, loft og jörð sem er,
við kvöl ei kann sér forða.
Í Guðs nafni sá ei vill það
með síðsta mun í kvalastað
sitja með hugraun harða.
6.
Heill, ungur, vænn í dag er mann,
á morgun sjúkur og sár er hann.
Framliðinn fljótt vér reynum.
Líka sem blómi vænn um völl
veraldar prýði þrýtur öll
og eyðist í svip einum.
7.
Veröld kvíðir við kvöl og deyð
þá kominn er mann í síðustu neyð.
Þá fyrst byrja frómir verða.
Einn stundar hitt en annar það
alla lífdaga þangað að
um sína sál ei hirða.
8.
Þá lífið ekki lengur fæst
leynir sér ei ásökun stærst.
Þá vill sig Guði gefa.
Hvört þá guðliga hittir náð,
sem hefur óvirt og jafnan smáð,
það horfir helst til efa.
9.
Ríkum fjármagn ei forða kann,
frelsar ei hreysti yngismann.
Frá sínum fögnuð þeir hníga.
Þó veröld veitist einum öll,
auður hennar, silfur og gull
í dauðans dans má stíga.
10.
Lærða verndar ei viska sín,
vols, makt og sæla heimsins dvín.
Allir hljótum að deyja.
Sá Guði vill ei ganga á hönd
þá gefið er líf og andar stund
í eilífri eymd mun þreyja.
11.
Heyrið og merkið, börnin blíð,
sem bunduð trú við sannan Guð.
Yður skal kvöl ei ergja.
Hreinum Guðs orðum haldið traust,
hugga þá yður efalaust.
Æ vill Guð yður bjarga.
12.
Aldrei launið illu illt,
yðar líf sé saklaust og stillt.
Ei látið yður upp erta.
Einstíg þann gangið hér um heim,
hefnd og dýrð alla gefið þeim
sem veröld hart vill hirta.
13.
Hefðu þér alla holdsins vild,
sælu, virðingar, góss og snilld
allskjótt yrðuð þó kaldir.
Hirting sendir því Herra Guð,
hold yðar tyftar krossi með.
Að seinni sælu haldið.
14.
Þyki heims mótlæti þungt og strangt,
þenk vítisbál muni heitt og langt
hvört vitlaus veröld rennur.
Með lífi og sál þar liggur í kvöl
sem linnir hvörki né á er dvöl
en þó aldrei upp brennur.
15.
Þér munuð eftir þessa tíð
þiggja með Guði sælu og frið,
hvört jafnan huga snúið.
Mannstunga engin mæla kann
mátt, dýrð og fögnuð eilífan,
sem Guð hefur yður búið.
16.
Hvað Guð mildasti, Herra vor,
hét og í sínu nafni sór
oss kristnum öllum saman.
Án efa heldur öll sín heit.
Oss hjálpi hann í engla sveit
fyrir Jesúm Kristum. Amen.