A 231 - Ein iðranar áminning á þessum háskasamliga og vareygðarlausa tíma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 231 - Ein iðranar áminning á þessum háskasamliga og vareygðarlausa tíma

Fyrsta ljóðlína:Hæsti Guð, Herra mildi
bls.Bl. CLVIv-CLVIIv
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCCd
Viðm.ártal:≈ 0
Ein iðranar áminning á þessum háskasamliga og vareygðarlausa tíma
Má syngja sem: Vak í nafni vors Herra.

1.
Hæsti Guð, Herra mildi,
huggun og náð oss send,
sem maður verða vildi,
vora leysandi önd.
Voða nú veröld náði,
villa er henni kær,
eitruð af ormsins ráði,
eymdar sinnar ei gáði,
er þó ei enduð nær.
2.
Drottins lærdómur dýri
dagliga ljómar nú.
Eftir þeim allir gjöri
af ást og sannri trú.
Komið er að heimsenda
eftir vors herra spá.
Guð virðist náð oss senda
svo til hans kynnum venda,
mildi og miskunn fá.
3.
Friður er ei á jörðu,
almennt það gengur ljóst.
Heims þjóð í orði og gjörðum
er full af heift og þjóst.
Ótrúir og illráðir,
engin er ást í þeim.
Hæsti Herra það náði,
hraktir eru og smáðir
aumir í öllum heim.
4.
Sjá þú, syndugi maður,
sök þín er mörg og þung.
Mildur Guð er móðgaður,
minnst þess hans hefnd er ströng,
hvað sjálfur Kristur segir
um samþjón ómildan.
Hans kvöl á hefndardegi
hörð kom svo linnti eigi
því náð Guðs gleymdi hann.
5.
Gleðst eg af þeim Guðs orðum,
greinir oss Abraham.
Til lífsins leiddir verðum,
Lasarus svo fór fram.
Kom, Guð, með mildi þinni,
minnst þú þá réttu tíð
svo hjörð þín hjástoð finni,
huggun er öndu minni
erfð í eilífum frið.
6.
Um volaða í anda,
allt þetta skilja skalt.
Herrann vill hjá þeim standa,
hindrar þá engin makt,
hvað Kristur hefur heitið
hans faðir veita vill.
Vel að Guðs vilja leitið,
vörunst óvinar eitrið,
sigrum hans svikin ill.
7.
Þennan lofsöng nú látum
linna. Þó minnust eitt:
Öreigum aðstoð játum,
aldrei skal oss það leitt,
huggun þá hól ei líti.
Hræsnis sið leggjum af,
heilræði þau hvör nýti.
Höndin vinstri ei viti
hvað sú hin hægri gaf.