A 203 - Fyrir Adams fall fordjörfuð er | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 203 - Fyrir Adams fall fordjörfuð er

Fyrsta ljóðlína:Náttúran öll og eðli manns
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt: aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 0
Fyrir Adams fall fordjörfuð er
Má syngja sem: Guðs rétt og voldug verkin hans.
Lasarus Spengler.

1.
Náttúran öll og eðli manns
er spillt í Adams falli.
Erfðum vér syndir illsku hans,
erum því týndir allir.
Án hjálpar Krists, sem auma víst,
af þessum voða keypti,
þar í Adam oss öllum kom,
Guðs reiði yfir oss steypti.
2.
Ormurinn hefur Evu ginnt
af Guðs vegi að falla,
orðum Guðs hefur hún eigi sinnt,
hér af kom yfir oss alla
eilífur deyð svo nóg var neyð,
náð Guðs senda skyldi,
þá líknar von, sinn sæta son
sem líf oss veita vildi.
3.
Sem nú annarlig Adams völd
alla fordæmda gjöra,
svo komust vér fyrir Kristí skuld
í kærleik Guðs vors Herra.
Og sem öll mannkind í Adams synd
erfði eilífan dauða,
svo hefur Guð fyrir Kristí deyð,
frelsað oss frá þeim voða.
4.
Þá gaf Guð son sinn öllum oss,
yfir oss var hans bræði,
hann er dáinn og hékk á kross,
hafinn í himna hæðir.
Fyrir það til sín frá dauðans pín
frelsaði oss ef vér trúum,
á frelsarann, þann faðirinn ann,
frá dauðans ógn oss snúum.
5.
Hann er vor vegur, hlið og ljós,
hreinn sannleikur og lífið,
Guðs ráð og orð sem öll um oss
af föðurnum er gefið.
Og á það traust efunarlaust,
allir megum vér voga.
Oss heldur hann svo enginn kann
úr hans höndum að draga.
6.
Sá mann frá Guði fallinn er
finnur ei heill né gleði,
af mönnum traust sem ætlar sér
en ei af sjálfum Guði.
Hvör aðra von en á Guðs son
hefur í sínum huga,
Satan mun þann hinn sama mann
sigra og yfirbuga.
7.
Hvör á Guð trúir og vonar víst
verður stöðugur standa,
byggð hefur sá á bjargi reist
þó beri honum til handa
mæða og neyð, menn hafa það séð,
mun sá þó aldri falla,
sem hefur traust á Herra Krist.
Hann frelsar trúaða alla.
8.
Hér bið eg nú af hjartans grunn
Herrann ei frá mér taki
sitt ljúfa orð af mínum munn
að mig ei syndin saki
sem býr í mér, best treysti eg þér,
bregðstu í öngvum voða,
hver sem við þig kann halda sig,
hræðast þarf ei sá dauða.
9.
Þitt klára orð oss kennir rétt,
kunnum því ei villt fara,
hvör sem það fær í hjartað sett
hlýtur strax augljóst vera,
með gæsku hátt sig birtir brátt,
blessuð sú Guðs gáfa,
Guðs andi kær er öllum nær,
sem á Guði von hafa.