A 198 - CXIX [119.] sálmur. Beati inmaculati | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 198 - CXIX [119.] sálmur. Beati inmaculati

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccBddEffE
Viðm.ártal:≈ 0
CXIX [119.] sálmur. Beati inmaculati
Er áminning að heyra, læra, elska og varðveita Guðs orð.
Má syngja svo sem: Adams barn, synd þín.

1.
Sælir eru þeir allir nú,
án flekks lifa í réttri trú,
í Guðs lögmáli ganga.
Vel er þeim sem hans vitnisburð
viljugir gjöra hér á jörð,
af hug þar eftir langar.
Því hvörjir gjarnan á Guðs veg
ganga jafnan, þeir varast mjög,
misgjörð og synd margfalda.
Herra, sem almáttugur ert,
öllum hefur þú skipað bert,
heilög orð þín að halda.
2.
Ó, Guð, veit mér að orðið þitt
alvarligana lífið mitt
af hjarta haldið gæti.
Nær sem eg blessuð boðorð þín
berliga set fyrir augu mín,
ógn og smán öngri mæti.
Af réttum hug eg þakka þér,
þú hefur kennt og sýndir mér
dýran rétt dóma þinna.
Þín heilög boð eg halda vil,
Herra, meðan eg lifi til,
lát mig þitt fylgi finna.
3.
Hvörninn sinn veg einn yngismann
óstraffanliga ganga kann?
Ef sér við orð þín heldur.
Eg leita þín af heilum hug,
hjálp svo með öngu verði eg
frá þinni kenning felldur.
Í hjarta mínu hef eg fest
heilög orð þín svo forðaðist
móti þér grandað gjöri.
Lofaður sért þú, sanni Guð,
sannleik þinn og heilög boð,
gef þú eg gjarnan læri.
4.
Með vörum mínum eg víða skal
vitna um þinna dóma tal,
sem er þíns munns atkvæði.
Af þinna vitnisburða veg
verð eg glaður og feginn mjög,
eins sem af alls kyns auði.
Oftast ræða og orðin mín
eru um heilög boðorð þín
og veg þinn vel um skoða.
Þínu réttlæti ætíð ann,
orðum þínum ei gleyma kann,
í sælu, sorg og voða.
5.
Heiður, lof, dýrð með hreinni trú,
himneskum Guði föður nú,
sætliga skulum syngja.
Hans einka syni Jesú Krist,
sem oss hefur með dauða leyst,
kennt leið til lífs að ganga.
Helgum anda sem jafn er þeim
upplýsir oss í þessum heim
og eykur kristindóminn.
Fyrir Guðs orð að frelsarann
finnum, elskum og eignust þann,
sá það vill syngi amen.