A 184 - CXXVIII [128.] sálm. Beatus vir qui | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 184 - CXXVIII [128.] sálm. Beatus vir qui

Fyrsta ljóðlína:Sæll ertu sem þinn Guð
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) þrí- og tvíkvætt aBaB
Viðm.ártal:≈ 0
CXXVIII [128.] sálm. Beatus vir qui
Talar um hjónabandsstétt og hvílíka blessan Guð vilji gefa þeim þar inni kristilega lifa.
[Nótur]

1.
Sæll ertu sem þinn Guð
í sannleik óttast,
gakk fram hans gjörvöll boð
sem glöggt nú vottast.
2.
Þú munt og þinna neyta
þrifleiks verka.
Sæll ert þú, að svo mun þér
veitast sæmdin sterka.
3.
Þín húsfrú þína byggð
skal þann veg seðja
sem víntrés vænust dyggð
kann virða gleðja.
4.
Þitt borð umbergis þá,
að synir sitja,
sem viðsmjörsviður sá
eð vel má nytja.
5.
Sé, hér þær sæmdir fá
í sinni veru,
Guðs ótta ef girnast á
þeir giftir eru.
6.
Signi þig sjálfur Guð
af Síons veldi,
svo að Jerúsalem
með heiðri haldi.
7.
Og þú munt einninn sjá
börn barna þinna,
og Ísraels ágæt vörn,
að frið mun finna.