A 174 - Sami sálmur með öðrum hætti útlagður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 174 - Sami sálmur með öðrum hætti útlagður

Fyrsta ljóðlína:Guð þinn og Herra einn yfir allt
Bragarháttur:Þrettán línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBBccDDeeffO
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur með öðrum hætti útlagður
Má syngja svo sem: Ó, Guð minn og Herra, aumka þig.

1.
Guð þinn og Herra einn yfir allt,
önd mín dýrka og heiðra skalt,
allt hvað eg með mér hefi
helgasta nafn hans lofi.
BRegðast lát aldrei öndin mín,
að lofir Guð um ævi þín,
allt gott sem hann þér sýnir,
svo minnst að aldri týnir.
ANDar sár þín öll hefur grætt,
angur og mæðu þína bætt,
krýnir þig með miskunn og hlíf,
mildiliga frelsar þitt líf,
ÚR eymd og öllum voða.
2.
ÞÓ Ráð manna þig mæði brátt,
munn þinn og hjarta gjörðu kátt,
æska þín endurnýist
sem arnar aldur drýgist.
LAst og mæðu sem líða hér,
líkn og dóm Guð þeim öllum sér,
sannan veg Móýsi sýndi,
sín verk Ísrael kenndi.
Kröftuga miskunn hefur hann,
hans náð við öngvan bregðast kann,
þolinmæði hans mikil er,
mest á gæsku oss veitir hér.
SON sinn oss aumum sendi.
3.
BYStur er hann ei alla tíð
né ævinliga lund hans stríð,
vægð vorum syndum sýnir,
sakaða oss ei pínir.
Klára náð sína sendir hann,
svo yfir hvörn guðhræddan mann,
sem himinn upp frá foldu,
fjarri er í veröldu.
UPpgöngu átt er vestri frá,
öllu lengra sem megum sjá,
eins lét vera hans miskunn mild,
mjög fjarri oss alla vora skuld,
YFIRtroðslur og syndir.
4.
ALLT eins sem faðir ástargjarn,
aumkar af hjarta sjálfs síns barn,
miskunn Drottins svo mæðist
til mildi þeim hann hrærist.
HOnum vor eðli augljóst er,
á það minnist mold erum vér,
við gras líkist lífs sómi,
ljómar sem foldar blómi.
LAgðist þar stríður stormur á,
staðist gat ekki reynslu þá,
án dvalar hvarf og eyddist það,
svo enginn fann þess sama stað,
DÓM Guðs að allt fólk hræðist.
5.
KYRr og stöðug er endalaust
aðstoð Drottins og náðin traust,
yfir þeim öllum mönnum,
sem óttast hann af hug sönnum.
Kemur á þeirra barnabörn
blessun réttlætis náðargjörn,
sem hans sáttmála héldu,
Herrans boð stunda vildu.
Í himninum hásæti sitt
Herrann tilbjó og hefur prýtt.
Hans ríki yfir öllum er,
á himnum og jarðríki hér,
Vald hans stjórnar án enda.
6.
UM Drottin syngið öll hans hjörð
hæstu virðingu, lof og dýrð,
englar sem orð hans gjörið
og boðskap Guðs fram berið,
Drottin lofið og heiðrið hæst,
herskarar hans og völdin stærst,
þér sem þjónar hans heitið
og Herrans vilja veitið.
Ætíð lofið Guð eilífan,
allar skepnur sem gjörði hann
í hvörjum stað og heimsins átt,
sem heyrir til hans stjórn og mátt.
n sál Drottni lof syngi.