A 161 - LXXI* [71.] sálm. In te Domini speravi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 161 - LXXI* [71.] sálm. In te Domini speravi

Fyrsta ljóðlína:Drottinn, á þér er öll mín von
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
LXXI* [71.] sálm. In te Domini speravi
Er einn bænar sálmur í hjartans neyð og hugarangist, Guð að ákalla.
[Nótur]

1.
Drottinn, á þér er öll mín von,
yfir mig lát ei falla smán,
fyrir þitt réttlæti frelsa mig,
flýt minni lausn, þess beiði eg þig.
2.
Vert þú, Drottinn, mín vernd og borg,
varna þú mér við eymd og sorg,
staðfesti mín og friðarskjól,
að fóstrir mig og leiðir vel.
3.
Af neti því sem þöndu mér,
þú leiddir mig, Guð, sem minn styrkur er,
framar því mína fel eg önd,
frelsari trúr í þína hönd.
4.
Herra, á þér eg hef mitt traust,
en hata þá sem kenna laust,
gleðst eg af þinni gæsku því
gleymdir mér ekki syndum í.
5.
Mildi Drottinn, þú minnist vel
minnar andar í hennar kvöl,
fjandmanni mig ei fékkst í hönd,
fót minn settir á vinaland.
6.
Herra, þín miskunn hjálpi mér,
hugraun og kvöl eg þunga ber,
mín yfirlit því eru sjúk,
óstyrkur mæðir sál og búk.
7.
Hrundi af trega holdið mitt,
harmar gátu mér ævi stytt,
afli hafa mig syndir svipt,
síðan megni úr beinum kippt.
8.
Gengið er mér nú gæfulán,
grönnum mínum er orðinn smán,
viðbjóður frændum virtur hjá,
vegfarendur mér flýja frá.
9.
Allir sem gröfnum gleyma mér,
geðlaus orðinn sem brotið ker,
illyrðum margur að mér skaut,
en sérhvör fældist frá mér braut.
10.
Stóðu í ráði mér á mót,
mín dauðastund að yrði fljót,
á þér, Drottinn, er öll mín trú,
eg sagða: „Guð minn einn ert þú.“
11.
Í þinni hönd mín ævi er,
ofsókn og hatri forða mér,
upplýsi mig þín líknar sjón,
leys nú með gæsku þennan þjón.
12.
Herra, lát mig ei líta smán,
eg leita þín með minni bæn,
guðlausir verða að gegna skamm,
í grimma kvöl vítis fleygðir fram.
13.
Lymskyrðir missa mælsku stétt,
mótstöðu þá sem kenndu rétt,
háðugliga með harðri lund,
héldu því kappi alla stund.
14.
Gæsku mjög stóra geymir þú,
Guð minn, þeim sem þig óttast nú,
ástsamlig þeim sýnist sú,
sem hjá lýðnum þér halda trú.
15.
Heimugliga þá hylur títt,
hjá þér þó mönnum líki lítt,
í tjaldbúð þinni þú fær þeim frið,
fáryrði]* manna skildum við.
16.
Lof eg því Guðs hans gæsku náð,
gætt hefur mín í föstum stað,
örbjarta* sagði eg svo með mér,
sjón þinni, Guð, eg horfinn er.
17.
Harmandi rödd þú hirðir brátt,
huggaðir mig á bestan hátt,
elskið Guð allir helgir hans,
hlífð er hann sérhvörs kristins manns.
18.
Dramblátum hefnir Drottinn frekt,
dulin mun aldrei þeirra sekt,
hughraustir yðar haldið trú,
hvörjir sem Drottins væntið nú.

* Leiðrétt úr „XXI“ [21].
* 15.4 Með hliðsjón af 1619, opna 111.
* 16.3 Í 1619 stendur greinilega „örhjarta,“ opna 111.