A 142 - Um gagn og nytsemd og rétta tíðkan þess háleita sakramentis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 142 - Um gagn og nytsemd og rétta tíðkan þess háleita sakramentis

Fyrsta ljóðlína:Vor Herra Jesús vissi það
bls.Bl. LXXXVIIIr-LXXXIXv
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccBddEffE
Viðm.ártal:≈ 0
Um gagn og nytsemd og rétta tíðkan þess háleita sakramentis
Má syngja svo sem: Adams barn, synd þín.

1.
Vor Herra Jesús vissi það,
var þá hans tíma komið að
við veröld skilja skyldi.
Til borðs hjá lærisveinum sat,
með sínum páskalambið át,
á því seinasta kvöldi.
Sagði þeim: „Mig langar mjög
með yður þess að neytti eg,
fyrri en písl á mig taki,
upp frá þessu ei eta vil
af páskalambi þangað til,
að komið er Guðs ríki.“
2.
Á þeirri nótt sem svikinn var
son Guðs fyrir þeim hugsan bar,
frá trú að félli eigi.
Eitt testament þeim innsetti,
í hönd sér tók brauð, þakkaði,
braut það, gaf þeim og segir:
„Takið, etið, það er mitt hold,
á krossins tré fyrir yðar gjöld
útgefið á að vera.
Allir sem trúi að eg er
yðar lausnari,
það skulu þér í mína minning gjöra.“
3.
Eins þá kvöldmáltíð enduð var,
óstyrkjum þeim til huggunar
sitt sakrament fullbyggði.
Að honum aldri hverfi frá,
hann tók kaleik og þakkar þá,
gaf þeim hann og svo sagði:
„Drekkið af þessum allir þér,
nýtt testament míns blóðs það er
sem úthellist fyrir yður,
til syndalausnar og sáttar heim,
svo oft þér drekkið af kaleik þeim,
minnist þér mín þar meður.“
4.
Líka sem Guð á einni nátt
öllum frumburð í hvörri átt,
um Egyptaland eyddi,
forsugum kóngi Faraó
fleygði niður í Rauða sjó
og allt hans herlið deyddi.
Hann setti páskahátíð þá,
hans stórvirki að minnast á,
öll þjóð og þakka kynni.
Af þrældóms húsi hefur veitt
Herrann þeim lausn, úr voða leitt,
á þurrum sjávargrunni.
5.
Svo hefur Kristur fyrir sitt blóð
í skírninni af sinni þjóð
drekkt öllum andar voða,
handskrift samvisku særandi,
með sér festi á krossins tré
vann synd, víti og dauða,
svo æ minnust það allir vér,
að páskalamb vort hann orðinn er.
Eitt sakrament innsetti
hvar oss í brauði hold sitt fær,
hans blóð í víni drekkum vér,
af Drottins orða almætti.
6.
Hvör það brauð etur sem hann gaf
og Herrans kaleik drekkur af,
Krists dauða skal kunngjöra,
að Jesús Guðs son galt á kross
og gjörði nóg til lausnar oss,
á sér bætti synd vora,
svo Guð er oss náðugur nú,
nær vær höfum á þessu trú
og við skírn vora blífum.
Elskulig Guðs börn erum þá,
arf himnaríkis eigum fá,
með frið og fögnuð eilífum.
7.
Hvör mann prófi sig sjálfan vel,
sakramentum þá þiggja skal,
svo hann sitt hjarta þekki,
hvört hann trú rétta hafi víst
og hreina elsku svo hann síst
ósátt og vantrú flekki.
Svo dóms áfall ei eti sér
af því hann ekki aðgreinir
líkama síns lausnara.
Allra synda því iðrast á
og alvarliga hverfa frá,
síðan Guðs vilja gjöra.
8.
Hér með skulum sem hlýðin börn
himneskan Guð og föður vorn
af öllum hug ákalla,
fyrir Jesúm Kristum soninn sinn,
sem á krossi líflátinn
leið nóg fyrir oss alla.
Með heilags anda hjálp og náð,
hann styrki vora trú svo að
lifum eftir hans orði.
Í elsku, samlyndi og sið,
síðan gefi oss eilífan frið,
við andar voða forði.